Auðmenn í íslenskri þotu um allan heim 23. janúar 2009 04:00 Farþegar í lúxusþotu Icelandair eiga þess kost að setjast að dúkuðum borðum aftast í vélinni. Mynd/Loftleidir Icelandic „Þetta er draumur fyrir hverja manneskju," segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. Að sögn Auðar hefur Boeing 757-200 þota frá Icelandair verið leigð til bandarísku ferðarskrifstofunnar Abercrombie & Kent til að fara með lítinn hóp farþega í nokkrar lúxusferðir um heiminn á hverju ári. Fyrstu verkefnin voru á árinu 2006. Önnur ferðin af þremur að þessu sinni hófst í Los Angeles á miðvikudag og lýkur ekki fyrr en 13. febrúar. Þotan getur tekið yfir 200 farþega en skipt hefur verið um innréttingu fyrir þetta verkefni og komið fyrir 52 hægindastólum auk sextán sæta setustofu þar sem hægt er að vera með dúkuð borð fyrir málsverði. Matseðlar eru fjölbreyttir og komið er til móts við séróskir farþega um drykki. Auður segir farþegana vera vellauðuga enda kosti ferðin á bilinu 80 til 100 þúsund dollara fyrir manninn. Það svarar til 10-13 milljóna króna. „Þarna á meðal er fólk sem kemur á einkavélum inn á flugvellina til þess að fara í ferðirnar," útskýrir Auður og bætir við að sumir farþeganna hafi jafnvel farið fleiri en eina ferð. „Það verður farið til Chile, Ástralíu, Taílands, Indlands, Egyptalands og Spánar áður en ferðinni lýkur aftur í Ameríku í febrúar," segir Auður um heimsreisuna sem nú er nýhafin. Tveim dögum eftir að henni lýkur verður lagt í þriggja vikna Afríkuferð sem stendur fram í mars. Mikill og flókinn undirbúningur starfsmanna hér heima er að baki hverri ferð og Auður segir samstarfið við Abercrombie & Kent hafa gengið afar vel. „Þeir eru sérstaklega ánægðir með okkur og okkar áhafnir sem hafa staðið sig með einstakri prýði," segir hún. Allir í áhöfninni eru íslenskir. Auk tveggja flugstjóra, flugmanns og flugfreyja eru tveir kokkar um borð og einn flugvirki. Auður segir þessi störf afar eftirsótt. „Það er mikil upplifun að fara í svona langar ferðir saman og það myndast einstök samheldni hjá áhöfnunum." Eftir að ferðinni til Afríku lýkur tekur við hlé fram á haust þegar ný ævintýri taka við. gar@frettabladid.is Þægileg sæti Vel fer um mannskapinn í rúmgóðum hægindastólum. Mynd/Loftleidir Icelandic Auður Pálmadóttir Icelandair Þota í nýjum búningi í Los Angeles í gær. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta er draumur fyrir hverja manneskju," segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. Að sögn Auðar hefur Boeing 757-200 þota frá Icelandair verið leigð til bandarísku ferðarskrifstofunnar Abercrombie & Kent til að fara með lítinn hóp farþega í nokkrar lúxusferðir um heiminn á hverju ári. Fyrstu verkefnin voru á árinu 2006. Önnur ferðin af þremur að þessu sinni hófst í Los Angeles á miðvikudag og lýkur ekki fyrr en 13. febrúar. Þotan getur tekið yfir 200 farþega en skipt hefur verið um innréttingu fyrir þetta verkefni og komið fyrir 52 hægindastólum auk sextán sæta setustofu þar sem hægt er að vera með dúkuð borð fyrir málsverði. Matseðlar eru fjölbreyttir og komið er til móts við séróskir farþega um drykki. Auður segir farþegana vera vellauðuga enda kosti ferðin á bilinu 80 til 100 þúsund dollara fyrir manninn. Það svarar til 10-13 milljóna króna. „Þarna á meðal er fólk sem kemur á einkavélum inn á flugvellina til þess að fara í ferðirnar," útskýrir Auður og bætir við að sumir farþeganna hafi jafnvel farið fleiri en eina ferð. „Það verður farið til Chile, Ástralíu, Taílands, Indlands, Egyptalands og Spánar áður en ferðinni lýkur aftur í Ameríku í febrúar," segir Auður um heimsreisuna sem nú er nýhafin. Tveim dögum eftir að henni lýkur verður lagt í þriggja vikna Afríkuferð sem stendur fram í mars. Mikill og flókinn undirbúningur starfsmanna hér heima er að baki hverri ferð og Auður segir samstarfið við Abercrombie & Kent hafa gengið afar vel. „Þeir eru sérstaklega ánægðir með okkur og okkar áhafnir sem hafa staðið sig með einstakri prýði," segir hún. Allir í áhöfninni eru íslenskir. Auk tveggja flugstjóra, flugmanns og flugfreyja eru tveir kokkar um borð og einn flugvirki. Auður segir þessi störf afar eftirsótt. „Það er mikil upplifun að fara í svona langar ferðir saman og það myndast einstök samheldni hjá áhöfnunum." Eftir að ferðinni til Afríku lýkur tekur við hlé fram á haust þegar ný ævintýri taka við. gar@frettabladid.is Þægileg sæti Vel fer um mannskapinn í rúmgóðum hægindastólum. Mynd/Loftleidir Icelandic Auður Pálmadóttir Icelandair Þota í nýjum búningi í Los Angeles í gær.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira