Fótbolti

Spánverjar eru sigurstranglegastir á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enski landsliðsframherjinn Jermain Defoe segir að Spánverjar hljóti að teljast vera sigurstranglegastir á HM eins og staðan sé í dag.

Defoe hefur þó fulla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti í Suður-Afríku.

„Spánverjar eru með frábært lið og stórkostlega einstaklinga innan sinna raða. Ég býst því við að Spánn sé liðið sem menn þurfi að sigra til að komast alla leið," sagði Defoe.

„Þjóðverjar eru frábær knattspyrnuþjóð sem stendur sig alltaf vel á stórmótum. Það væri frábært að mæta Þjóðverjum á HM miðað við söguna á milli þessara þjóða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×