Innlent

Bæjarstjóri með hjartsláttartruflanir

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri í Grindavík var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Hún fékk að fara heim í dag en var fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verður undir eftirliti.

Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar en þar segir einnig að Jóna Kristín hafi beðið fyrir bestu kveðjum til allra og segist vænta þess að vera mætt fljótlega til starfa á ný.

Mikið hefur gengið á í bæjarpólitíkinni í Grindavík upp á síðkastið en Jóna Kristín mun láta störfum sem bæjarstjóri um mánaðarmótin október/nóvember en ekki hefur verið ákveðið hver tekur við af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×