Spilar í sjö Evrópulöndum 18. maí 2009 07:00 Síðrokkararnir efnilegu eru á leiðinni í sína lengstu tónleikaferð til þessa. Hljómsveitin For a Minor Reflection er á leiðinni í sína stærstu tónleikaferð til þessa. Spilað verður á tuttugu tónleikum í sjö Evrópulöndum á tæpum mánuði. „Þetta er lengsti túrinn okkar hingað til. Þetta verður alveg mánuður úti og við erum mjög spenntir," segir Guðfinnur Sveinsson. Fyrstu tónleikarnir verða á Spot-hátíðinni í Danmörku 23. maí en þeir síðustu verða í Glasgow í Skotlandi 20. júní. Einnig spilar sveitin á fimm tónleikum í Þýskalandi sem tengjast íslenska tónlistarklúbbnum Norðrinu sem var stofnaður fyrr á árinu. Síðasta tónleikaferð hinnar samningslausu For a Minor Reflection var farin í nóvember þegar hún hitaði upp fyrir Sigur Rós víðs vegar um Evrópu. Sá túr stóð yfir í þrjár vikur og spiluðu þeir félagar á fimmtán tónleikum, mest fyrir framan 8.500 manns á tvennum tónleikum í London. Um páskana í fyrra fór sveitin líka á stuttan túr um Bandaríkin og Kanada til að fylgja sinni fyrstu plötu eftir sem kom út skömmu fyrir Iceland Airwaves 2007. „Það var góð reynsla og við vöndumst því að keyra langar vegalengdir," segir Guðfinnur. Bætir hann við að platan, sem nefnist „Reistu þig við sólin, er komin á loft", hafi fengið mun betri viðtökur en þeir bjuggust við, enda var hún gerð á aðeins sex klukkustundum. Hefur hún selst í tæpum fjögur þúsund eintökum, sem er ekki slæmt miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. „Hún var tekin upp „live" í litlum bílskúr í Kópavogi og mixuð og masteruð af bróður bassaleikarans [Elvars Þórs Guðmundssonar] á tveimur tímum yfir nótt," segir Guðfinnur. Býst hann við því að meira verði lagt í næstu plötu, sem verður líklega tekin upp á þessu ári. Eftir að For a Minor Reflection kemur heim frá Evrópu verður ekkert slakað á því þá tekur við tónleikaferð um Ísland sem stendur yfir í viku. Þar verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds með í för og verða fyrstu tónleikarnir í Reykjavík 23. júní. „Það lengsta sem við höfum spilað í burtu frá Reykjavík er í Hafnarfirði. Þetta er nýtt fyrir okkur en við erum mjög spenntir," segir Guðfinnur. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Hljómsveitin For a Minor Reflection er á leiðinni í sína stærstu tónleikaferð til þessa. Spilað verður á tuttugu tónleikum í sjö Evrópulöndum á tæpum mánuði. „Þetta er lengsti túrinn okkar hingað til. Þetta verður alveg mánuður úti og við erum mjög spenntir," segir Guðfinnur Sveinsson. Fyrstu tónleikarnir verða á Spot-hátíðinni í Danmörku 23. maí en þeir síðustu verða í Glasgow í Skotlandi 20. júní. Einnig spilar sveitin á fimm tónleikum í Þýskalandi sem tengjast íslenska tónlistarklúbbnum Norðrinu sem var stofnaður fyrr á árinu. Síðasta tónleikaferð hinnar samningslausu For a Minor Reflection var farin í nóvember þegar hún hitaði upp fyrir Sigur Rós víðs vegar um Evrópu. Sá túr stóð yfir í þrjár vikur og spiluðu þeir félagar á fimmtán tónleikum, mest fyrir framan 8.500 manns á tvennum tónleikum í London. Um páskana í fyrra fór sveitin líka á stuttan túr um Bandaríkin og Kanada til að fylgja sinni fyrstu plötu eftir sem kom út skömmu fyrir Iceland Airwaves 2007. „Það var góð reynsla og við vöndumst því að keyra langar vegalengdir," segir Guðfinnur. Bætir hann við að platan, sem nefnist „Reistu þig við sólin, er komin á loft", hafi fengið mun betri viðtökur en þeir bjuggust við, enda var hún gerð á aðeins sex klukkustundum. Hefur hún selst í tæpum fjögur þúsund eintökum, sem er ekki slæmt miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. „Hún var tekin upp „live" í litlum bílskúr í Kópavogi og mixuð og masteruð af bróður bassaleikarans [Elvars Þórs Guðmundssonar] á tveimur tímum yfir nótt," segir Guðfinnur. Býst hann við því að meira verði lagt í næstu plötu, sem verður líklega tekin upp á þessu ári. Eftir að For a Minor Reflection kemur heim frá Evrópu verður ekkert slakað á því þá tekur við tónleikaferð um Ísland sem stendur yfir í viku. Þar verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds með í för og verða fyrstu tónleikarnir í Reykjavík 23. júní. „Það lengsta sem við höfum spilað í burtu frá Reykjavík er í Hafnarfirði. Þetta er nýtt fyrir okkur en við erum mjög spenntir," segir Guðfinnur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira