Reykingar kosta 100.000 á hvern mann 12. september 2009 03:00 frá tóbaksvarnaþingi Fjallað var um reykingar frá mörgum hliðum í gær og kom skýrt fram hversu fórnarkostnaður samfélagsins er gífurlegur vegna þeirra. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra tók til máls. fréttablaðið/stefán Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. Þetta var meðal þess sem kom fram á tóbaksvarnaþingi Læknafélags Íslands í gær. Áætlað er að 36 þúsund Íslendingar reyki í dag; rúmlega tuttugu prósent þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Kostnaður samfélagsins er áætlaður hátt í þrjátíu milljarðar króna á ári. Í upphafi ráðstefnunnar gerði hópur lækna grein fyrir því að öfugt við almannatrú snertu tóbaksreykingar allar sérgreinar læknisfræðinnar með einum eða öðrum hætti. Kristín Þorbjörnsdóttir heilsuhagfræðingur útskýrði að þegar kostnaður vegna reykinga væri reiknaður þyrfti að hyggja að mörgu. „Annars vegar er það kostnaður einstaklingsins sjálfs og hins vegar samfélagsins í heild. Þessi kostnaður liggur mjög víða og má nefna kostnað heilbrigðiskerfisins, eldsvoða, mengun, rusl, forvarnir og framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla og örorku.“ Breskar rannsóknir sýna að 5,5 prósent heilbrigðiskostnaðar þar í landi er vegna reykinga. Séu þær tölur settar í íslenskan búning var þessi kostnaður á sjöunda milljarð hér á landi árið 2007, að sögn Kristínar. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjallaði um reykingar sem fíkn. „Nikótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla.“ Valgerður sýndi fram á að reykingar væru stærsta fyrirbyggjanlega ástæða dauðsfalla í vestrænum heimi en mun fleiri falla frá vegna reykinga en vegna slysa, hvaða nafni sem þau nefnast. Valgerður varpaði því fram á þinginu að sjö prósent fullorðinna Íslendinga hefðu leitað sér aðstoðar á Vogi og ekki væri ofreiknað að önnur sjö prósent þyrftu á aðstoð að halda. Níu af hverjum tíu þeirra sem kæmu á Vog reyktu, eins og tölur frá stofnuninni sýndu. Á þessu sæist að nikótínfíkn og fíkn almennt væru náskyld. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á þinginu og minnti á að 400 Íslendingar létu lífið af völdum reykinga árlega. Líta mætti á þá staðreynd í ljósi þess fórnarkostnaðar sem samfélagið bæri af umferðarslysum en árlega deyja tuttugu til þrjátíu manns lífið í umferðarslysum á Íslandi. svavar@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslendingar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reykingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. Þetta var meðal þess sem kom fram á tóbaksvarnaþingi Læknafélags Íslands í gær. Áætlað er að 36 þúsund Íslendingar reyki í dag; rúmlega tuttugu prósent þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Kostnaður samfélagsins er áætlaður hátt í þrjátíu milljarðar króna á ári. Í upphafi ráðstefnunnar gerði hópur lækna grein fyrir því að öfugt við almannatrú snertu tóbaksreykingar allar sérgreinar læknisfræðinnar með einum eða öðrum hætti. Kristín Þorbjörnsdóttir heilsuhagfræðingur útskýrði að þegar kostnaður vegna reykinga væri reiknaður þyrfti að hyggja að mörgu. „Annars vegar er það kostnaður einstaklingsins sjálfs og hins vegar samfélagsins í heild. Þessi kostnaður liggur mjög víða og má nefna kostnað heilbrigðiskerfisins, eldsvoða, mengun, rusl, forvarnir og framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla og örorku.“ Breskar rannsóknir sýna að 5,5 prósent heilbrigðiskostnaðar þar í landi er vegna reykinga. Séu þær tölur settar í íslenskan búning var þessi kostnaður á sjöunda milljarð hér á landi árið 2007, að sögn Kristínar. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjallaði um reykingar sem fíkn. „Nikótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla.“ Valgerður sýndi fram á að reykingar væru stærsta fyrirbyggjanlega ástæða dauðsfalla í vestrænum heimi en mun fleiri falla frá vegna reykinga en vegna slysa, hvaða nafni sem þau nefnast. Valgerður varpaði því fram á þinginu að sjö prósent fullorðinna Íslendinga hefðu leitað sér aðstoðar á Vogi og ekki væri ofreiknað að önnur sjö prósent þyrftu á aðstoð að halda. Níu af hverjum tíu þeirra sem kæmu á Vog reyktu, eins og tölur frá stofnuninni sýndu. Á þessu sæist að nikótínfíkn og fíkn almennt væru náskyld. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á þinginu og minnti á að 400 Íslendingar létu lífið af völdum reykinga árlega. Líta mætti á þá staðreynd í ljósi þess fórnarkostnaðar sem samfélagið bæri af umferðarslysum en árlega deyja tuttugu til þrjátíu manns lífið í umferðarslysum á Íslandi. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira