Innlent

AGS: Steingrímur heldur enn í vonina

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vonbrigði ef endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi verði ekki tekin til endurskoðunar í þessum mánuði. Sjóðurinn hefur tengt endurskoðunina lausn Icesavedeilunnar, en forsætisráðherrar Hollands og Bretlands hafa enn ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur vegna málsins.

Til stóð að endurskoða áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi í febrúar en það drógst vegna stjórnarslita og síðan kosninga. Nú er hins vegar ljóst að endurskoðunin hangir saman við lausn Icesave deilunnar, því sjóðurinn virðist draga lappirnar við endurskoðun áætlunarinnar á meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu varðandi Icesave.

Stjónvöld bundu vonir við að endurskoðun áætlunarinnar yrði tekin fyrir í þessum mánuði en Ísland er ekki á dagskrá stjórnar eins og hún er birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fram til 26. september. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra heldur þó enn í vonina og segist vona að sjóðurinn taki málið fyrir á síðustu dögum septembermánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×