Fótbolti

Eiður Smári spilaði fyrri hálfleikinn í sigri Mónakó

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eiður Smári og Chu Young Park.
Eiður Smári og Chu Young Park. Nordic photos/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Mónakó unnu 1-3 sigur í grannaslag gegn Nice í frönsku 1. deildinni í dag en staðan í hálfleik var 1-2 fyrir Mónakó.

Alejandro Alonso skoraði tvö mörk fyrir Mónakó og Nene eitt en Loic Remy skoraði mark heimamann.

Eiður Smári lék fyrri hálfleikinn með Mónakó og átti þátt í öðru marki liðsins en var annars ekki áberandi í leik liðsins og var eins og segir skipt útaf í hálfleik.

Mónakó hefur nú unnið báða leiki sína í deildinni eftir að Eiður Smári gekk í raðir félagsins en þetta var jafnframt fyrsti sigur Mónakó á útivelli á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×