Innlent

Fimm smyglarar handteknir á einni viku

Leifsstöð.
Leifsstöð.

Fimm meintir fíkniefnasmyglarar hafa verið stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli á einni viku. Allir eru þeir í haldi lögreglunnar en búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim öllum.

Um helgina voru tveir pólskir menn teknir þegar þeir komu frá Varsjá í Póllandi. Þeir reyndust vera með tæplegar 6000 e-töflur faldar í niðursuðudósum.

Þá var einn maður handtekinn eftir að hafa gleypt fíkniefni og reynt að smygla þeim til landsins innvortis. Ekki er vitað hverskyns efnin eru.

Lögregluembættið á Suðurnesjum sendi svo út tilkynningu í gær þess efnis að ólétt kona með amfetamín hafi verið handsömuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. Hún var með 850 grömm af amfetamíni sem hún reyndi einnig að smygla í niðursuðudós.

Þá hefur Vísir áreiðanlegar heimildir fyrir því að fimmti maðurinn hafi verið handtekinn vegna smygltilraunar í kringum síðustu helgi. Hann reyndist vera með talsvert magn af sterum á sér.

Ekki hefur náðst í fulltrúa lögreglunnar á Suðurnesjum til þess að fá svör um magn þeirra sterataflna sem maðurinn á að hafa reynt að smygla til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×