Enski boltinn

Framtíð Drogba í óvissu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba í leik með Chelsea.
Didier Drogba í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Didier Drogba var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag og það í annað skiptið í röð. Þetta þykir gefa vísbendingar um að Drogba sé á leið frá félaginu nú strax í janúar.

Luiz Felipe Scolari ákvað frekar að velja þá Miroslav Stoch og Franco Di Santo í leikmannahóp Chelsea.

„Það var mín ákvörðun að velja ekki Drogba," sagði Scolari eftir leikinn. „Ég hef ekkert á móti Drogba. Ég er þjálfarinn og ég ákvað frekar að velja tvo unga stráka sem höfðu upp á meira að bjóða."

Didier Drogba kom til Chelsea frá Marseille í júlí árið 2004 og hefur ítrekað verið orðaður við önnur lið í Evrópu, allra helst Inter á Ítalíu eftir að Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×