Leigumarkaður í jafnvægi og húsaleiga fer hækkandi 7. september 2009 05:30 Hlíðarnar eru á meðal eftirsóttustu hverfa á leigumarkaðinum.Fréttablaðið/Pjetur „Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
„Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira