Leigumarkaður í jafnvægi og húsaleiga fer hækkandi 7. september 2009 05:30 Hlíðarnar eru á meðal eftirsóttustu hverfa á leigumarkaðinum.Fréttablaðið/Pjetur „Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira