Fótbolti

Capello: Agi er lykillinn að árangri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að lykillinn að árangri sinna liða sé sá harði agi sem hann beitir á lið sín.

„Ég líð ekki agalausa leikmenn. Aginn hjá mér snýst um að mæta á réttum tíma, virða reglur búningsklefans og sýna mannasiði við matarborðið. Þetta eru allt nauðsynlegar reglur til þess að búa til sterkan hóp. Þessar reglur hafa skilað mér góðum árangri með félagslið og því gilda sömu reglur með enska landsliðinu," sagði Capello.

„Mönnum ber að virða alla sem vinna í kringum þá. Líka þá sem vinna litlu störfum. Þá sem koma með blöðin og þvo búningana. Ég spyr leikmennina að því hvort þeim myndi líka ef einhver talaði illa við faðir þeirra eða bróðir? Það má aldrei gleyma því að koma fram við fólk af virðingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×