Fótbolti

Rangers á toppinn í Skotlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Davis fagnar marki sínu í dag.
Steve Davis fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Glasgow Rangers tyllti sér á topp skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum og erkifjendum í Celtic í dag.

Það var Steve Davis sem skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu. Celtic var með eins stigs forystu á toppnum fyrir leikinn en Rangers skaust nú upp í efsta sætið þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.

Hearts, lið Eggerts Jónssonar, er í þriðja sæti deildarinnar en 25 stigum á eftir toppliði Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×