Umfjöllun: Þrumufleygar Blika sökktu Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2009 00:01 Alfreð Finnbogason var á skotskónum fyrir Blikana í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í lokaleik áttundu umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var flott skemmtun og mörk Blika ákaflega glæsileg. Það voru þó gestirnir úr Garðabæ sem byrjuðu betur. Sóttu nokkuð stíft að marki Blika en þó án þess að skapa sér verulega góð færi enda varnarleikur Blika þéttur. Ingvar Kale virkaði þó eitthvað taugaóstyrkur í markinu. Blikarnir náðu um síðir tökum á miðjunni og um leið leiknum. Þeir fengu bestu færi hálfleiksins en tókst ekki að skora. Fyrst skallaði Kári Ársælsson yfir úr dauðafæri og svo skaut Arnar Grétarsson beint á Bjarna Þórð markvörð í upplögðu færi. Arnar var framarlega á miðjunni í kvöld með tvo vinnuþjarka fyrir aftan sig. Það skilaði sínu því sóknarleikur Blika var mun markvissari í kvöld en upp á síðkastið. Það var markalaust í leikhléi en Finnur Orri Margeirsson færði Stjörnunni mark á silfurfati í upphafi seinni hálfleiks. Hann hitti þá ekki boltann eftir útspark, Arnar Már komst í gegn og kláraði vel. Blikar spýttu enn frekar í lófana við markið og Alfreð Finnbogason jafnaði metin með stórkostlegu marki. Stjarnan náði ekki að hreinsa, Alfreð fékk boltann fyrir utan teig og klíndi honum í nærskeytin. Tíu mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson einnig með glæsilega langskoti. Aftur gekk Stjörnunni illa að hreinsa, Kristinn sá markvörðinn standa of framarlega og lyfti honum listavel yfir hann og í markið. Stjörnumenn áttu fínan endasprett en gekk illa að skapa sér færi. Steinþór var þó ekki fjarri því að jafna í uppbótartíma en skot hans fór í slána. Blikar fögnuðu gríðarlega góðum sigri sem þeir áttu skilið. Miðjan var þeirra lengstum, þeir sköpuðu betri færi en nýttu síðan langskotin. Varnarleikurinn var síðan þéttur. Stjörnumenn þurfa ekkert að örvænta þrátt fyrir tapið. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en gáfu of mikið eftir í kjölfar þess að þeir komust yfir. Miðjan var þó ekki nóg öflug og það vantaði fleiri svör þegar Blikum tókst að klippa Steinþór út úr spilinu. Breiðablik-Stjarnan 2-1 0-1 Arnar Már Björgvinsson (49.) 1-1 Alfreð Finnbogason (59.) 2-1 Kristinn Steindórsson (69.) Áhorfendur: 1.347Dómari: Jóhannes Valgeirsson 3. Skot (á mark): 12-15 (6-5)Varin skot: Ingvar 4 – Bjarni 3Horn: 9-5Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 5-2 Breiðablik (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Guðmann Þórisson 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (89., Haukur Baldvinsson -)Alfreð Finnbogason 7 - Maður leiksins. Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 4 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Bjarnason 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 5 Björn Pálsson 4 Birgir Hrafn Birgisson 3 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (76., Magnús Björgvinsson -) Halldór Orri Björnsson 4 Ellert Hreinsson 2 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Stjarnan. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13 Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26 Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í lokaleik áttundu umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var flott skemmtun og mörk Blika ákaflega glæsileg. Það voru þó gestirnir úr Garðabæ sem byrjuðu betur. Sóttu nokkuð stíft að marki Blika en þó án þess að skapa sér verulega góð færi enda varnarleikur Blika þéttur. Ingvar Kale virkaði þó eitthvað taugaóstyrkur í markinu. Blikarnir náðu um síðir tökum á miðjunni og um leið leiknum. Þeir fengu bestu færi hálfleiksins en tókst ekki að skora. Fyrst skallaði Kári Ársælsson yfir úr dauðafæri og svo skaut Arnar Grétarsson beint á Bjarna Þórð markvörð í upplögðu færi. Arnar var framarlega á miðjunni í kvöld með tvo vinnuþjarka fyrir aftan sig. Það skilaði sínu því sóknarleikur Blika var mun markvissari í kvöld en upp á síðkastið. Það var markalaust í leikhléi en Finnur Orri Margeirsson færði Stjörnunni mark á silfurfati í upphafi seinni hálfleiks. Hann hitti þá ekki boltann eftir útspark, Arnar Már komst í gegn og kláraði vel. Blikar spýttu enn frekar í lófana við markið og Alfreð Finnbogason jafnaði metin með stórkostlegu marki. Stjarnan náði ekki að hreinsa, Alfreð fékk boltann fyrir utan teig og klíndi honum í nærskeytin. Tíu mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson einnig með glæsilega langskoti. Aftur gekk Stjörnunni illa að hreinsa, Kristinn sá markvörðinn standa of framarlega og lyfti honum listavel yfir hann og í markið. Stjörnumenn áttu fínan endasprett en gekk illa að skapa sér færi. Steinþór var þó ekki fjarri því að jafna í uppbótartíma en skot hans fór í slána. Blikar fögnuðu gríðarlega góðum sigri sem þeir áttu skilið. Miðjan var þeirra lengstum, þeir sköpuðu betri færi en nýttu síðan langskotin. Varnarleikurinn var síðan þéttur. Stjörnumenn þurfa ekkert að örvænta þrátt fyrir tapið. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en gáfu of mikið eftir í kjölfar þess að þeir komust yfir. Miðjan var þó ekki nóg öflug og það vantaði fleiri svör þegar Blikum tókst að klippa Steinþór út úr spilinu. Breiðablik-Stjarnan 2-1 0-1 Arnar Már Björgvinsson (49.) 1-1 Alfreð Finnbogason (59.) 2-1 Kristinn Steindórsson (69.) Áhorfendur: 1.347Dómari: Jóhannes Valgeirsson 3. Skot (á mark): 12-15 (6-5)Varin skot: Ingvar 4 – Bjarni 3Horn: 9-5Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 5-2 Breiðablik (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Guðmann Þórisson 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (89., Haukur Baldvinsson -)Alfreð Finnbogason 7 - Maður leiksins. Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 4 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Bjarnason 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 5 Björn Pálsson 4 Birgir Hrafn Birgisson 3 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (76., Magnús Björgvinsson -) Halldór Orri Björnsson 4 Ellert Hreinsson 2 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Stjarnan. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13 Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26 Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13
Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26
Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20