Tenniskappinn Roger Federer lenti ekki í miklum vandræðum gegn Yen-Hsun Lu í fyrstu umferð á Wimbledon mótinu í dag þrátt fyrir að hafa verið örlítið rygaður í fyrsta settinu.
Federer vann að lokum nokkuð þægilega (7-5, 6-3, 6-2) og er vitanlega sigurstranglegastur í mótinu eftir að Rafael Nadal varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla.
Spánverjinn Nadal vann Federer sem kunnugt er í úrslitum Wimbledon í fyrra og endaði þar með fimm ára sigurhrinu Federer á mótinu en Svisslendingurinn stefnir nú á sinn fimmtánda stórtitil á ferlinum.
Sá maður sem talinn er geta veitt Federer hve harðasta keppni er Skotinn Andy Murray en hann mætir Robert Kendrick í fyrstu umferðinni á morgun.