Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Breki Logason skrifar 28. september 2009 14:15 Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00