Árásarkonan í Keflavík hefur játað - gert að sæta geðrannsókn 28. september 2009 11:15 Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. Konunni var einnig gert að sæta geðrannsókn en hún gekkst við verknaðinum við yfirheyrslu hjá lögreglu í gær. Tildrög hnífstungunnar munu hafa verið þau að telpan fór til dyra á heimili sínu þegar bankað var á útihurðina. Þegar hún opnaði dyrnar mun hafa verið lagt til hennar með hnífi þannig að hún hlaut eitt stungusár á brjóst. Foreldrar telpunnar voru heima og fluttu hana þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hnífur sem talið er að konan hafi notað við verknaðinn fannst í sorptunnu við heimili hennar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir konunni fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag og var hún úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Jafnfram var úrskurðað að kröfu lögreglustjóra að hún skyldi sæta geðrannsókn. Eftir læknisaðgerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var telpan flutt á Landspítalann í Reykjavík til eftirlits og mun henni heilsast vel eftir atvikum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hún verða útskrifuð af gjörgæsludeild og flutt á Barnaspítalann síðar í dag. Tengdar fréttir Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37 Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55 Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28 Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30 Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. Konunni var einnig gert að sæta geðrannsókn en hún gekkst við verknaðinum við yfirheyrslu hjá lögreglu í gær. Tildrög hnífstungunnar munu hafa verið þau að telpan fór til dyra á heimili sínu þegar bankað var á útihurðina. Þegar hún opnaði dyrnar mun hafa verið lagt til hennar með hnífi þannig að hún hlaut eitt stungusár á brjóst. Foreldrar telpunnar voru heima og fluttu hana þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hnífur sem talið er að konan hafi notað við verknaðinn fannst í sorptunnu við heimili hennar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir konunni fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag og var hún úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Jafnfram var úrskurðað að kröfu lögreglustjóra að hún skyldi sæta geðrannsókn. Eftir læknisaðgerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var telpan flutt á Landspítalann í Reykjavík til eftirlits og mun henni heilsast vel eftir atvikum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hún verða útskrifuð af gjörgæsludeild og flutt á Barnaspítalann síðar í dag.
Tengdar fréttir Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37 Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55 Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28 Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30 Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37
Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55
Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28
Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30
Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50