Innlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík

Húsið að Suðurgötu þar sem litla stelpan var stungin. Mynd/ Vilhelm.
Húsið að Suðurgötu þar sem litla stelpan var stungin. Mynd/ Vilhelm.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni.

Konan sem er 22 ára gömul var handtekin um miðjan dag í gær en svo virðist sem hún hafi stungið 5 ára gamla stúlku með eggvopni rétt eftir hádegið í gær.

Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu foreldrar stelpunnar gefið skýrslu hjá lögreglunni eftir að hafa orðið vitni að því þegar að konan, sem er 22 ára gömul, skemmdi vélhjól sem varð á vegi hennar. Þá hafi hún einnig upplýst lögregluna um að konan hafi brotið rúðu í húsi.

Von er á frekari upplýsingum frá lögreglu síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×