Árásarkonan í Keflavík hefur játað - gert að sæta geðrannsókn 28. september 2009 11:15 Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. Konunni var einnig gert að sæta geðrannsókn en hún gekkst við verknaðinum við yfirheyrslu hjá lögreglu í gær. Tildrög hnífstungunnar munu hafa verið þau að telpan fór til dyra á heimili sínu þegar bankað var á útihurðina. Þegar hún opnaði dyrnar mun hafa verið lagt til hennar með hnífi þannig að hún hlaut eitt stungusár á brjóst. Foreldrar telpunnar voru heima og fluttu hana þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hnífur sem talið er að konan hafi notað við verknaðinn fannst í sorptunnu við heimili hennar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir konunni fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag og var hún úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Jafnfram var úrskurðað að kröfu lögreglustjóra að hún skyldi sæta geðrannsókn. Eftir læknisaðgerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var telpan flutt á Landspítalann í Reykjavík til eftirlits og mun henni heilsast vel eftir atvikum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hún verða útskrifuð af gjörgæsludeild og flutt á Barnaspítalann síðar í dag. Tengdar fréttir Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37 Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55 Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28 Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30 Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. Konunni var einnig gert að sæta geðrannsókn en hún gekkst við verknaðinum við yfirheyrslu hjá lögreglu í gær. Tildrög hnífstungunnar munu hafa verið þau að telpan fór til dyra á heimili sínu þegar bankað var á útihurðina. Þegar hún opnaði dyrnar mun hafa verið lagt til hennar með hnífi þannig að hún hlaut eitt stungusár á brjóst. Foreldrar telpunnar voru heima og fluttu hana þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hnífur sem talið er að konan hafi notað við verknaðinn fannst í sorptunnu við heimili hennar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir konunni fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag og var hún úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Jafnfram var úrskurðað að kröfu lögreglustjóra að hún skyldi sæta geðrannsókn. Eftir læknisaðgerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var telpan flutt á Landspítalann í Reykjavík til eftirlits og mun henni heilsast vel eftir atvikum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hún verða útskrifuð af gjörgæsludeild og flutt á Barnaspítalann síðar í dag.
Tengdar fréttir Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37 Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55 Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28 Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30 Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar. 27. september 2009 15:37
Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar. 27. september 2009 19:55
Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni. 27. september 2009 16:28
Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis. 27. september 2009 19:30
Gæsluvarðhalds krafist yfir konunni í Keflavík Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur konan sem handtekin var í gær vegna árásar á 5 ára stúlku verið yfirheyrð. Hún verður síðan leidd fyrir dómara innan skamms þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir henni. 28. september 2009 09:50