Óttast ásókn í skattfé almennings 28. september 2009 05:30 Ekki er einfalt mál að einkavæða heilbrigðisþjónustu segir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill skoða vel hugmyndir um einkarekið sjúkrahús, en óttast afleiðingar þess að opna dyr einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hér á landi. Fyrirtækið PrimaCare áformar að reisa spítala með 120 herbergjum sem mun sérhæfa sig í hnjá- og mjaðmaaðgerðum fyrir erlenda ríkisborgara, eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag. „Þetta er lagt upp sem fyrirtæki sem ekki á að fjármagna með skattfé. Það vakna hins vegar spurningar, til dæmis hvort það muni skapast þrýstingur á slíkar greiðslur þegar fram í sækir,“ segir Ögmundur. Hann segir að forvitnilegt verði að heyra hugmyndir og framtíðarsýn forsvarsmanna PrimaCare, og á von á því að funda með þeim í næstu viku. „Það er ekki einfalt mál að taka heilbrigðisþjónustu og færa hana út á markaðstorgið. Hún er, þegar á heildina er litið, fjármögnuð með almannafé, skattgreiðslum okkar allra. Auðvitað mun ég sem heilbrigðisráðherra og gæslumaður almannahagsmuna vilja sjá alla enda í þessu máli áður en ég móta mér skoðun. En ég hef aldrei verið sérlega hugfanginn af hugmyndum um einkarekna spítala,“ segir Ögmundur. Ekki þarf samþykki heilbrigðisráðherra til að starfrækja einkarekinn spítala hér á landi, en landlæknir verður að veita starfseminni starfsleyfi. - bj Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill skoða vel hugmyndir um einkarekið sjúkrahús, en óttast afleiðingar þess að opna dyr einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hér á landi. Fyrirtækið PrimaCare áformar að reisa spítala með 120 herbergjum sem mun sérhæfa sig í hnjá- og mjaðmaaðgerðum fyrir erlenda ríkisborgara, eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag. „Þetta er lagt upp sem fyrirtæki sem ekki á að fjármagna með skattfé. Það vakna hins vegar spurningar, til dæmis hvort það muni skapast þrýstingur á slíkar greiðslur þegar fram í sækir,“ segir Ögmundur. Hann segir að forvitnilegt verði að heyra hugmyndir og framtíðarsýn forsvarsmanna PrimaCare, og á von á því að funda með þeim í næstu viku. „Það er ekki einfalt mál að taka heilbrigðisþjónustu og færa hana út á markaðstorgið. Hún er, þegar á heildina er litið, fjármögnuð með almannafé, skattgreiðslum okkar allra. Auðvitað mun ég sem heilbrigðisráðherra og gæslumaður almannahagsmuna vilja sjá alla enda í þessu máli áður en ég móta mér skoðun. En ég hef aldrei verið sérlega hugfanginn af hugmyndum um einkarekna spítala,“ segir Ögmundur. Ekki þarf samþykki heilbrigðisráðherra til að starfrækja einkarekinn spítala hér á landi, en landlæknir verður að veita starfseminni starfsleyfi. - bj
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira