Seinheppnir þjófar í Skagafirði - fangageymslur fullar 18. mars 2009 20:38 Það voru snar handtök lögreglunnar á Sauðárkróki sem urðu til þess að í dag voru handteknir sex eintaklingar í Skagafirði og eru því fangageymslur lögreglunnar á Sauðkróki troðfullar. Frá þessu er sagt á skagfirska fréttavefnum feykir.is. Dagurinn byrjaði með því að lögreglan fékk ábendingu um að átt hefði verið við hraðbanka í Varmahlíð. Að sögn lögreglu var þarna um vana menn að ræða og greinilegt að tilgangurinn var einn og aðeins einn. Að ræna bankann. Ræningjarnir höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Þar næst barst ábending um bil sem ekið var eftir Sauðárkróksbraut í átt að Sauðárkrók. Ábendingin barst vegna þess að númeraplata bílsins snéri öfugt. Er bíllinn var stöðvaður kom í ljós að tvær ungar stúlkur voru í bílnum. Voru þær í annarlegu ástandi og gátu lítið gefið skýringar á eignarhaldi bílsins og ferðum sínum yfir höfuð. Er ökumaður bílsins grunaður um akstur undir árhifum fíkniefna. Þá kemur í ljós að bíllinn sem stúkurnar óku er samskonar bíll og sást í eftirlitsmyndavél hraðankans. Sem varð til þess að lögreglan komst á slóð tveggja manna sem hún síðan handtók í sumarhúsi við Varmahlíð. Í framhaldinu var fenginn hundur til þess að leita í sumarhúsinu. Á meðan lögreglan var að leita kemur að bíll sem væntanlega ætlaði að hitta fólkið sem dvaldi í sumarhúsinu. Í þeim bíl var ætlað þýfi sem af lýsingum kemur saman við innbrot á Akureyri. Í þessum bíl voru tveir ungir menn og voru þeir báðir handteknir auk þess sem ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Allt er þetta fólk með langan afbrotaferil að baki. Unnið er að rannsókn málsins og beðið eftir að unnt sé að taka skýrslur af fólkinu. -Það má segja að í dag hafi árvökul vegfarandi orðið til þess að hrinda af stað atburðarrás sem aftur leiddi til handtöku þessara sex einstaklinga, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. „Þetta segir okkur hversu mikilvægt það er fyrir lögregluna að fá ábendingar frá borgurunum. Þó svo að hluturinn líti ekki út fyrir að vera merkilegur þá getur hann hæglega verið púslið sem lögregluna vantar eins og sýndi sig í dag." Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Það voru snar handtök lögreglunnar á Sauðárkróki sem urðu til þess að í dag voru handteknir sex eintaklingar í Skagafirði og eru því fangageymslur lögreglunnar á Sauðkróki troðfullar. Frá þessu er sagt á skagfirska fréttavefnum feykir.is. Dagurinn byrjaði með því að lögreglan fékk ábendingu um að átt hefði verið við hraðbanka í Varmahlíð. Að sögn lögreglu var þarna um vana menn að ræða og greinilegt að tilgangurinn var einn og aðeins einn. Að ræna bankann. Ræningjarnir höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Þar næst barst ábending um bil sem ekið var eftir Sauðárkróksbraut í átt að Sauðárkrók. Ábendingin barst vegna þess að númeraplata bílsins snéri öfugt. Er bíllinn var stöðvaður kom í ljós að tvær ungar stúlkur voru í bílnum. Voru þær í annarlegu ástandi og gátu lítið gefið skýringar á eignarhaldi bílsins og ferðum sínum yfir höfuð. Er ökumaður bílsins grunaður um akstur undir árhifum fíkniefna. Þá kemur í ljós að bíllinn sem stúkurnar óku er samskonar bíll og sást í eftirlitsmyndavél hraðankans. Sem varð til þess að lögreglan komst á slóð tveggja manna sem hún síðan handtók í sumarhúsi við Varmahlíð. Í framhaldinu var fenginn hundur til þess að leita í sumarhúsinu. Á meðan lögreglan var að leita kemur að bíll sem væntanlega ætlaði að hitta fólkið sem dvaldi í sumarhúsinu. Í þeim bíl var ætlað þýfi sem af lýsingum kemur saman við innbrot á Akureyri. Í þessum bíl voru tveir ungir menn og voru þeir báðir handteknir auk þess sem ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Allt er þetta fólk með langan afbrotaferil að baki. Unnið er að rannsókn málsins og beðið eftir að unnt sé að taka skýrslur af fólkinu. -Það má segja að í dag hafi árvökul vegfarandi orðið til þess að hrinda af stað atburðarrás sem aftur leiddi til handtöku þessara sex einstaklinga, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. „Þetta segir okkur hversu mikilvægt það er fyrir lögregluna að fá ábendingar frá borgurunum. Þó svo að hluturinn líti ekki út fyrir að vera merkilegur þá getur hann hæglega verið púslið sem lögregluna vantar eins og sýndi sig í dag."
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira