Innlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir Arnarnesárásarmönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum sem hafa játað á sig húsbrot og líkamsárás á eldri hjón á Arnarnesi. Mennirnir játuðu aðild sína að málinu í gær.

Árásin var mjög gróf og var hjónunum meðal annars hótað lífláti. Þá var klippt á símasnúrur til að varna því að þau gætu hringt á hjálp.

Verið er að taka gæsluvarðhaldsbeiðnina fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessum töluðu orðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×