Enski boltinn

Sjáðu allt um leiki dagsins á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse skartaði þessari glæsilegu hárgreiðslu í leik Sunderland og Hull í dag.
Djibril Cisse skartaði þessari glæsilegu hárgreiðslu í leik Sunderland og Hull í dag. Nordic Photos / AFP

Nú er hægt að sjá samantektir úr öllum fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi með því að smella hér.

Það var mikið skorað í enska boltanum í dag eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Eins og alltaf er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum sem og helstu tilþrif.

Aston Villa kom sér upp í þriðja sæti deildarinnar með naumum 1-0 sigri á West Ham og þá lét Sam Allardyce strax til sín taka með Blackburn sem vann 3-0 sigur á Stoke.

Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson áttust svo við í leik Bolton og Portsmouth þar sem þeir lentu meira að segja einu sinni saman og vönduðu hvorum öðrum ekki kveðjuna. Grétar uppskar gult spjald fyrir lætin.

En hér má sjá samantektir úr leikjum dagsins:

Hull - Sunderland 1-4

Fulham - Middlesbrough 3-0

Bolton - Portsmouth 2-1

Blackburn - Stoke 3-0

West Ham - Aston Villa 0-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×