Allt um leiki dagsins: Grétar hafði betur gegn Hermanni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2008 16:56 Grétar Rafn í baráttu gegn hinum hávaxna Peter Crouch. Nordic Photos / Getty Images Fjórir leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem að Bolton vann Portsmouth og Sam Allardyce vann sinn fyrsta sigur sem knattspyrnustjóri Blackburn. Grétar Rafn og félagar í Bolton unnu 2-1 sigur á Portsmouth þar sem Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni í langan tíma. Þeir mættust oft á vellinum og einu sinni lenti þeim saman með þeim afleiðingum að Grétar fékk að líta gula spjaldið fyrir. Þá vann Sunderland góðan 4-1 útisigur á Hull og Fulham gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Middlesbrough. Stóri Sam kom, sá og sigraði í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Stoke 3-0 1-0 Benni McCarthy, víti (9.) 2-0 Jason Roberts (18.) 3-0 Benni McCarthy (27.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Sam Allardyce, stjóri Blackburn, gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik Paul Ince. Roque Santa Cruz er frá vegna meiðsla og Benni McCarthy kom inn í hans stað. Jason Roberts og David Dunn voru í byrjunarliðinu á kostnað Matt Derbyshire og Tugay. Tony Pulis þurfti að gera þrjár breytingar á sínu liði en þeir Vincent Pericard, Ryan Shawcross og Richard Creswell komu inn. Glenn Whelan komst nálægt því að koma Stoke yfir er fyrirgjöf hans hafnaði í slánni á marki Blackburn. Þetta var í upphafi leiks en fáeinum mínútum síðar fékk Blackburn vítaspyrnu efti rað Ibrahima Sonko braut greinilega á Morten Gamst Petersen. McCarthy skoraði af öryggi úr spyrnunni. Aðeins um tíu mínútum síðar komst Blackburn í 2-0. Brett Emerton átti fyrirgjöf frá hægri inn á teig Stoke. Shawcross reyndi að koma boltanum frá en sendi boltann beint fyrir fætur Jason Roberts sem skoraði auðvelt mark. Þar með var því ekki lokið. McCarthy gaf laglega sendingu á Jason Roberts sem skaut að marki. Skotið hans var varið en McCarthy fylgdi vel á eftir og skoraði sitt annað mark í leiknum. Með sigrinum komst Blackburn í sextán stig en er enn í næstneðsta sæti deildarinnar. Stoke er í fjórtánda sæti með 20 stig. Grétar Rafn tæklar hér Nico Kranjcar í leiknum.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Portsmouth 2-1 1-0 Matt Taylor (1.) 2-0 Ricardo Gardner (3.) 2-1 Peter Crouch (20.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Grétar Rafn Steinsson var sem fyrr í byrjunarliði Bolton en ein breyting var gerð á byrjunarliðinu - Ricardo Gardner kom inn fyrir Fabrice Muamba. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth í deildinni í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð deildarinnar. Papa Bouba Diop kom einnig inn í liðið en þeir Nadir Belhadj og Arnold Mvuemba voru settir á bekkinn. En Hermann fékk að kenna illa á því strax á fyrstu mínútu. Hann gerði sig sekan um slæm mistök er Matt Taylor kom sér fram hjá honum og skoraði með laglegu skoti. Aðeins tveimur mínútum síðar voru varnarmenn Portsmouth aftur í vandræðum er boltinn barst inn á Matt Taylor inn á teig. Aftur átti Hermann í vandræðum með hann en Taylor náði að koma boltanum á Ricardo Gardner sem skoraði annað mark Bolton. Bolton hélt áfram að sækja og Grétar Rafn var nærri búinn að leggja upp þriðja mark liðsins skömmu síðar. En þó svo að yfirburðir Bolton hafi verið miklir í fyrri hálfleik tókst þó Portsmouth að koma sér aftur inn í leikinn. Niko Kranjcar átti góða sendingu á fjarstöng þar sem risinn Peter Crouch átti ekki í vandræðum með að skalla boltann í netið. Og Hermann náði svo að bæta fyrir fyrri mistök með því að koma í veg fyrir þriðja mark Bolton. David James varði fyrst frá Gardner en Taylor náði frákastinu og þurfti aðeins að koma boltanum framhjá Hermanni. En sá íslenski var vel vakandi og kom í veg fyrir skot Taylor. Í upphafi síðari hálfleiks gerði James slæm mistök er hann ætlaði að reyna að sparka boltanum frá markinu en hitti hann illa. Johan Elmander var nærri búinn að ná til boltans en James bjargaði á síðustu stundu. Bolton átti reyndar fjöldamörg færi í síðari hálfleik sem liðið náði ekki að nýta sér. James og Kranjcar náðu til að mynda að bjarga á línu eftir að Kevin Davies skallaði að marki. Báðir Íslendingarnir léku allan leikinn en þeim lenti reyndar saman eftir að Hermann tæklaði Grétar. Hermann náði til boltans en fór einnig í Grétar sem brást illa við. Hann uppskar gula spjaldið fyrir en Hermann labbaði í burtu.Hermann kláraði svo leikinn í sókninni en allt kom fyrir ekki. Bolton vann góðan sigur og er í níunda sæti með 23 stig, rétt eins og Portsmouth sem er í tíunda sæti.Andy Johnson í baráttu við leikmenn Boro í leiknum.Nordic Photos / Getty ImagesFulham - Middlesbrough 3-0 1-0 Jimmy Bullard (40.) 2-0 Danny Murphy, víti (54.) 3-0 Clint Dempsey (59.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Didier Digard var fjarverandi úr liði Boro vegna meiðsla og tók Mohamed Shawky hans stöðu í byrjunarliðinu. Aðrar breytingar voru ekki á liðunum. Ólíkt hinum leikjum dagsins byrjaði þessi fremur rólega og það var ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks að fyrsta færið kom. Andy Johnson átti fínt skot að marki Boro sem var varið í horn. John Pantsil fékk frábær skallafæri eftir hornið en misnotaði það illa. Fulham komst svo aftur í gott færi er Johnson komst einn í gegnum vörn Boro en Ross Turnbull náði að verja frá honum. Simon Davies var næstur til að reyna að skora fyrir Fulham en skot hans hafnaði í stönginni. En svo kom að eitthvað hljót að gefa eftir. Bobby Zamora átti skot að marki sem Turnbull varði en Jimmy Bullard náði frákastinu og skoraði gott mark. Fulham tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks er liðið fékk vítaspyrnu sem var dæmd á Tony McMahon eftir að Zamora skaut boltanum í hönd hans. Danny Murphy skoraði úr vítinu. Stuttu síðar skoraði svo Clint Dempsey þriðja mark leiksins eftir fínan undirbúning Danny Murphy.Þar við sat og Fulham vann góðan sigur. Liðið er nú í áttunda sæti með 24 stig en Middlesbrough í þrettánda með 20 stig.Djibril Cisse skartaði þessari fallegu hárgreiðslu í dag.Nordic Photos / Getty ImagesHull - Sunderland 1-4 0-1 Steed Malbranque (10.) 1-1 Nick Barmby (19.) 1-2 Kamil Zayatte (78.) 1-3 Kenwyne Jones (84.) 1-4 Djibril Cisse (90.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hull gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá jafnteflisleiknum gegn Liverpool en Paul McShane mátti ekki spila með Hull þar sem hann er í láni frá Sunderland. Engin breyting var gerð á liði Sunderland sem vann West Brom í síðasta leik, 4-0. Eins í öðrum leikjum dagsins byrjaði þessi nokkuð fjörlega og kom Steed Malbranque gestunum yfir með glæsilegu langskoti í efra markhornið. En stuttu síðar náði heimamenn að jafna. Michael Turner átti skot sem Martin Fulop varði vel en Nicky Barmby náði frákastinu og skoraði fínt mark - hans fyrsta í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hull komst svo nálægt því að komast yfir með marki úr aukaspyrnu en Fulop varði vel frá Geovanni. Allt útlit var fyrir jafntefli en markið skrifast sem sjálfsmark á Kamil Zayatte. Boltinn fór af honum og í markið eftir að Kieran Richardson átti skot að marki. Til að bæta gráu á svart fékk svo Sam Ricketts, leikmaður Hull, að líta sitt annað gula spjaldið í leiknum og þar með rautt. Og þar með var raunum Hull ekki lokið. Steed Malbranque átti góðan sprett á hægri kantinum og kom boltanum á Kenwyne Jones sem skoraði með skalla af stuttu færi. Svo kom fjórða markið í blálokin en Djibril Cisse var þar að verki með skoti úr þröngu færi.Hull tapaði þar með enn einum leiknum á heimavelli en er þó enn í sjötta sæti deildairnnar með 27 stig. Sunderland er nú í tólfta sæti með 21 stig. Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Fjórir leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem að Bolton vann Portsmouth og Sam Allardyce vann sinn fyrsta sigur sem knattspyrnustjóri Blackburn. Grétar Rafn og félagar í Bolton unnu 2-1 sigur á Portsmouth þar sem Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni í langan tíma. Þeir mættust oft á vellinum og einu sinni lenti þeim saman með þeim afleiðingum að Grétar fékk að líta gula spjaldið fyrir. Þá vann Sunderland góðan 4-1 útisigur á Hull og Fulham gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Middlesbrough. Stóri Sam kom, sá og sigraði í dag.Nordic Photos / Getty Images Blackburn - Stoke 3-0 1-0 Benni McCarthy, víti (9.) 2-0 Jason Roberts (18.) 3-0 Benni McCarthy (27.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Sam Allardyce, stjóri Blackburn, gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik Paul Ince. Roque Santa Cruz er frá vegna meiðsla og Benni McCarthy kom inn í hans stað. Jason Roberts og David Dunn voru í byrjunarliðinu á kostnað Matt Derbyshire og Tugay. Tony Pulis þurfti að gera þrjár breytingar á sínu liði en þeir Vincent Pericard, Ryan Shawcross og Richard Creswell komu inn. Glenn Whelan komst nálægt því að koma Stoke yfir er fyrirgjöf hans hafnaði í slánni á marki Blackburn. Þetta var í upphafi leiks en fáeinum mínútum síðar fékk Blackburn vítaspyrnu efti rað Ibrahima Sonko braut greinilega á Morten Gamst Petersen. McCarthy skoraði af öryggi úr spyrnunni. Aðeins um tíu mínútum síðar komst Blackburn í 2-0. Brett Emerton átti fyrirgjöf frá hægri inn á teig Stoke. Shawcross reyndi að koma boltanum frá en sendi boltann beint fyrir fætur Jason Roberts sem skoraði auðvelt mark. Þar með var því ekki lokið. McCarthy gaf laglega sendingu á Jason Roberts sem skaut að marki. Skotið hans var varið en McCarthy fylgdi vel á eftir og skoraði sitt annað mark í leiknum. Með sigrinum komst Blackburn í sextán stig en er enn í næstneðsta sæti deildarinnar. Stoke er í fjórtánda sæti með 20 stig. Grétar Rafn tæklar hér Nico Kranjcar í leiknum.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Portsmouth 2-1 1-0 Matt Taylor (1.) 2-0 Ricardo Gardner (3.) 2-1 Peter Crouch (20.) Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Grétar Rafn Steinsson var sem fyrr í byrjunarliði Bolton en ein breyting var gerð á byrjunarliðinu - Ricardo Gardner kom inn fyrir Fabrice Muamba. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth í deildinni í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð deildarinnar. Papa Bouba Diop kom einnig inn í liðið en þeir Nadir Belhadj og Arnold Mvuemba voru settir á bekkinn. En Hermann fékk að kenna illa á því strax á fyrstu mínútu. Hann gerði sig sekan um slæm mistök er Matt Taylor kom sér fram hjá honum og skoraði með laglegu skoti. Aðeins tveimur mínútum síðar voru varnarmenn Portsmouth aftur í vandræðum er boltinn barst inn á Matt Taylor inn á teig. Aftur átti Hermann í vandræðum með hann en Taylor náði að koma boltanum á Ricardo Gardner sem skoraði annað mark Bolton. Bolton hélt áfram að sækja og Grétar Rafn var nærri búinn að leggja upp þriðja mark liðsins skömmu síðar. En þó svo að yfirburðir Bolton hafi verið miklir í fyrri hálfleik tókst þó Portsmouth að koma sér aftur inn í leikinn. Niko Kranjcar átti góða sendingu á fjarstöng þar sem risinn Peter Crouch átti ekki í vandræðum með að skalla boltann í netið. Og Hermann náði svo að bæta fyrir fyrri mistök með því að koma í veg fyrir þriðja mark Bolton. David James varði fyrst frá Gardner en Taylor náði frákastinu og þurfti aðeins að koma boltanum framhjá Hermanni. En sá íslenski var vel vakandi og kom í veg fyrir skot Taylor. Í upphafi síðari hálfleiks gerði James slæm mistök er hann ætlaði að reyna að sparka boltanum frá markinu en hitti hann illa. Johan Elmander var nærri búinn að ná til boltans en James bjargaði á síðustu stundu. Bolton átti reyndar fjöldamörg færi í síðari hálfleik sem liðið náði ekki að nýta sér. James og Kranjcar náðu til að mynda að bjarga á línu eftir að Kevin Davies skallaði að marki. Báðir Íslendingarnir léku allan leikinn en þeim lenti reyndar saman eftir að Hermann tæklaði Grétar. Hermann náði til boltans en fór einnig í Grétar sem brást illa við. Hann uppskar gula spjaldið fyrir en Hermann labbaði í burtu.Hermann kláraði svo leikinn í sókninni en allt kom fyrir ekki. Bolton vann góðan sigur og er í níunda sæti með 23 stig, rétt eins og Portsmouth sem er í tíunda sæti.Andy Johnson í baráttu við leikmenn Boro í leiknum.Nordic Photos / Getty ImagesFulham - Middlesbrough 3-0 1-0 Jimmy Bullard (40.) 2-0 Danny Murphy, víti (54.) 3-0 Clint Dempsey (59.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Didier Digard var fjarverandi úr liði Boro vegna meiðsla og tók Mohamed Shawky hans stöðu í byrjunarliðinu. Aðrar breytingar voru ekki á liðunum. Ólíkt hinum leikjum dagsins byrjaði þessi fremur rólega og það var ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks að fyrsta færið kom. Andy Johnson átti fínt skot að marki Boro sem var varið í horn. John Pantsil fékk frábær skallafæri eftir hornið en misnotaði það illa. Fulham komst svo aftur í gott færi er Johnson komst einn í gegnum vörn Boro en Ross Turnbull náði að verja frá honum. Simon Davies var næstur til að reyna að skora fyrir Fulham en skot hans hafnaði í stönginni. En svo kom að eitthvað hljót að gefa eftir. Bobby Zamora átti skot að marki sem Turnbull varði en Jimmy Bullard náði frákastinu og skoraði gott mark. Fulham tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks er liðið fékk vítaspyrnu sem var dæmd á Tony McMahon eftir að Zamora skaut boltanum í hönd hans. Danny Murphy skoraði úr vítinu. Stuttu síðar skoraði svo Clint Dempsey þriðja mark leiksins eftir fínan undirbúning Danny Murphy.Þar við sat og Fulham vann góðan sigur. Liðið er nú í áttunda sæti með 24 stig en Middlesbrough í þrettánda með 20 stig.Djibril Cisse skartaði þessari fallegu hárgreiðslu í dag.Nordic Photos / Getty ImagesHull - Sunderland 1-4 0-1 Steed Malbranque (10.) 1-1 Nick Barmby (19.) 1-2 Kamil Zayatte (78.) 1-3 Kenwyne Jones (84.) 1-4 Djibril Cisse (90.)Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hull gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá jafnteflisleiknum gegn Liverpool en Paul McShane mátti ekki spila með Hull þar sem hann er í láni frá Sunderland. Engin breyting var gerð á liði Sunderland sem vann West Brom í síðasta leik, 4-0. Eins í öðrum leikjum dagsins byrjaði þessi nokkuð fjörlega og kom Steed Malbranque gestunum yfir með glæsilegu langskoti í efra markhornið. En stuttu síðar náði heimamenn að jafna. Michael Turner átti skot sem Martin Fulop varði vel en Nicky Barmby náði frákastinu og skoraði fínt mark - hans fyrsta í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hull komst svo nálægt því að komast yfir með marki úr aukaspyrnu en Fulop varði vel frá Geovanni. Allt útlit var fyrir jafntefli en markið skrifast sem sjálfsmark á Kamil Zayatte. Boltinn fór af honum og í markið eftir að Kieran Richardson átti skot að marki. Til að bæta gráu á svart fékk svo Sam Ricketts, leikmaður Hull, að líta sitt annað gula spjaldið í leiknum og þar með rautt. Og þar með var raunum Hull ekki lokið. Steed Malbranque átti góðan sprett á hægri kantinum og kom boltanum á Kenwyne Jones sem skoraði með skalla af stuttu færi. Svo kom fjórða markið í blálokin en Djibril Cisse var þar að verki með skoti úr þröngu færi.Hull tapaði þar með enn einum leiknum á heimavelli en er þó enn í sjötta sæti deildairnnar með 27 stig. Sunderland er nú í tólfta sæti með 21 stig.
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn