Enski boltinn

Erik Hagen til Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hagen (til hægri) í leik með Zenit gegn Everton í Evrópukeppni félagsliða.
Hagen (til hægri) í leik með Zenit gegn Everton í Evrópukeppni félagsliða. Nordic Photos / Getty Images

Wigan gekk í dag frá lánssamningi við Zenit St. Pétursborg þess efnis að norski varnarmaðurinn Erik Hagen myndi leika með liðinu út leiktíðina.

Hagen er 32 ára gamall og Steve Bruce, stjóri Wigan, var ánægður með að fá hann til liðsins.

„Hann býr yfir landsliðsreynslu og er mikill leiðtogi inn á vellinum," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×