Enski boltinn

Andy Reid til Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Reid er farinn til Sunderland frá Charlton.
Andy Reid er farinn til Sunderland frá Charlton. Nordic Photos / Getty Images

Roy Keane hefur keypt miðvallarleikmanninn Andy Reid frá Charlton fyrir fjórar milljónir punda.

Reid skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Sunderland en hann er 25 ára gamall og hefur á ferlinum leikið með Nottingham Forest og Tottenham áður en hann fór til Charlton í ágúst árið 2006.

Fyrr í dag var Greg Halford lánaður til Charlton frá Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×