Enski boltinn

Bywater farinn frá Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Bywater markvörður í leik með Derby í síðasta mánuði.
Stephen Bywater markvörður í leik með Derby í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Stephen Bywater var í dag lánaður til enska B-deildarliðsins Ipswich frá úrvalsdeildarfélaginu Derby.

Talið er líklegt að hann verði svo keyptur til félagsins næsta sumar ef vel gengur það sem eftir lifir af tímabilinu.

Bywater kom til Derby frá West Ham árið 2006 og var fastamaður í byrjunarliðinu á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×