Enski boltinn

Alan Stubbs til Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Stubbs í leik með Everton gegn Liverpool fyrir tæpu ári síðan.
Alan Stubbs í leik með Everton gegn Liverpool fyrir tæpu ári síðan. Nordic Photos / Getty Images

Paul Jewell hefur enn bætt í leikmannahópinn sinn hjá Derby, í þetta skiptið með varnarmanninum Alan Stubbs frá Everton.

Stubbs samdi við Derby til næstu átján mánaða en hann er orðinn 36 ára gamall. Everton leyfði honum að fara án greiðslu.

Búist er við því að hann verði í leikmannahópi Derby sem mætir Birmingham á laugardaginn.

Stubbs hefur á ferli sínum leikið með Bolton, Celtic, Everton og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×