Fótbolti

Markaskorari Wales vissi ekki hvar Ísland var

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Ched Evans, leikmann Wales.
Aron Einar Gunnarsson í baráttu við Ched Evans, leikmann Wales. Mynd/Vilhelm

Markaskorari Wales gegn Íslandi í gær, táningurinn Ched Evans, hafði ekki hugmynd um hvar Ísland væri í byrjun vikunnar. Hann mun þó sjálfsagt aldrei gleyma sínu fyrsta landsliðsmarki á ferlinum.

Evans skoraði með glæsilegri hælspyrnu aðeins fáeinum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þetta var hans fyrsti leikur með A-landsliði Wales en hann skoraði einnig í frumraunum sínum með U-19 og U-21 landsliðum Wales.

Hann viðurkenndi eftir leik að það hefði verið heppnisstimpill á markinu.

„Venjulega læt ég svona takta í friði þannig að ég var fyrst og fremst ánægður að þetta virkaði," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×