Íslenski boltinn

Aganefnd frestar úrskurði

Aganefnd KSÍ frestaði nú síðdegis að kveða upp úrskurð í máli Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Skagamanna fyrir meint óviðeigandi ummæli í þættinum Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sport í síðustu viku.

Þar gagnrýndi Guðjón dómara leiksins harkalega og sagði að leynifundir hefðu verið haldnir hjá KSÍ til þess að klekkja á Skagamönnum. Að sögn Skagamanna sendu þeir inn ítarlega greinargerð og var þeim tilkynnt nú síðdegis að aganefndin ætlaði að kanna málið betur og funda aftur um mál Guðjóns á fimmtudaginn.

Ólafur Ragnarsson sem dæmdi leik Keflavíkur og ÍA, dæmdi ekkert í síðustu umferð og hefur ekki verið settur á leik í næstu umferð.

Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×