Innlent

Búðarhálsvirkjun hugsanlega frestað

Ekki er útilokað að fresta verði framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðarfjármögnun Landsvirkjunar.

Upphaflega stóð til að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að nýju snemma á næsta ári en þeim var frestað árið 2003. Kostnaður er áætlaður um 25 milljarðar króna.

Lánalínur til útlanda eru nú meira og minna frosnar í kjölfar íslenska bankahrunsins og alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Því ríkir nokkur óvissa um langtímafjármögnun Landsvirkjunar.

,,Þetta hefur þau áhrif að nýjar framkvæmdir eins og Búðarhálsvirkjun þá er mikilvægt að fyrritækið geti tryggt sér framtíðarfjármögnun fyrir framkvæmdina áður en ráðist er í hana. Vegna þess þó að þú getir fengi skemmri tíma fjármögnun og fyrirtækið hafi burði til þess að leggja út í það þá verður að sjá fram úr því hvernig langtímafjármögnunin verður," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Landsvirkjun hefur nú fjármagn til standa við allar skuldbindingar út næsta ár. Takist ekki að tryggja langtímafjármögnun á næstu mánuðum gætu framkvæmdir við Búðarhálsvirkjur tafist.

,,Ef fyrirtækið getur ekki séð hvernig við getum tryggt okkur fjármuni þá mundum við sennilega staldra við," segir Þorsteinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×