Enski boltinn

Eduardo lék 45 mínútur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eduardo er hér borinn af velli í febrúar síðastliðnum.
Eduardo er hér borinn af velli í febrúar síðastliðnum.

Eduardo hjá Arsenal lék í kvöld sinn fyrsta fótboltaleik í tíu mánuði þegar hann kom inn sem varamaður í varaliðsleik Arsenal og Portsmouth. Þessi 25 ára króatíski landsliðsmaður lék fyrri hálfleikinn.

„Ég er mjög ánægður með að hafa leikið minn fyrsta leik í svona langan tíma. Ég vona að ég geti spilað meira í næsta leik og tekið skref í rétta átt," sagði Eduardo eftir leik.

Óttast var að ferli Eduardo gæti verið lokið þegar hann meiddist illa þann 23. febrúar á þessu ári eftir tæklingu frá Martin Taylor leikmannin Birmingham. Hann hefur ekkert leikið síðan og missti m.a. af Evrópumóti landsliða í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×