Erlent

Indverjar undirbúa árás á hryðjuverkabúðir í Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverskur orrustuflugmaður tilbúinn í slaginn.
Indverskur orrustuflugmaður tilbúinn í slaginn. MYND/Keith Brown/USAF

Indverski flugherinn er nú í startholunum fyrir loftárás á meintar búðir hryðjuverkamanna í Pakistan í kjölfar árása pakistanskra öfgamanna á Mumbai á Indlandi í lok nóvember. Þetta hefur CNN eftir háttsettum mönnum innan raða Bandaríkjahers.

Pakistanar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni svara öllum árásum af fullri hörku. Forsætisráðherra Pakistans sagði í ávarpi í gær að Pakistanar vildu ekki fara í stríð en kæmi til þess stæði þjóðin saman sem einn maður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×