Erlent

Rændu spilavíti í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir vopnaðir ræningjar komust undan með töluvert fé í Rødovre á Sjálandi um miðnætti þegar þeir rændu spilavíti þar sem um það bil 20 manns sátu og spiluðu póker.

Annar ræningjanna dró upp skammbyssu og hleypti af skoti í gólfið til áður en hann og félagi hans létu greipar sópa um fjármuni á staðnum. Mennirnir eru ófundnir en vitni segja þá hafa talað með austurevrópskum hreim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×