Erlent

Er vit í vitnaleiðslum?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vitnaleiðslur. Hafa þær eitthvað að segja?
Vitnaleiðslur. Hafa þær eitthvað að segja? MYND/Cascaid

Dómsmál í Bretlandi sýnir að framburður vitna fyrir dómi getur verið æði reikull og í versta falli tómt rugl.

Fyrir þremur árum skutu breskir lögreglumenn brasilískan rafvirkja sjö sinnum í höfuðið á lestarstöðinni í Stockwell í London. Rafvirkinn reyndist óvopnaður en annað hafði lögreglumönnunum sýnst. Málaferlin standa nú yfir og ættu ekki að vera ýkjaflókin úrlausnar miðað við þau 17 vitni sem ákæruvaldinu standa til boða.

Staðreyndin er þó sú að ekki stendur steinn yfir steini í framburði þeirra. Nánast engin vitnanna eru sammála um tiltölulega einföld atriði á borð við þau hvernig maðurinn var klæddur, hvort hann hafi staðið upp og gengið ógnandi í átt að lögreglumönnunum, hve mörgum skotum var hleypt af eða hvort lögreglumennirnir hafi kallað til hans að þeir væru vopnaðir og myndu beita vopnum sínum.

Hvernig stendur á þessu? Sálfræðiprófessorinn Martin Conway við háskólann í Leeds segir framburð vitna geta verið skelfilega óáreiðanlegan og í versta falli tómt rugl. Vandinn er að meðalmaður áttar sig ekki á því hve brigðult minni hans er.

Hugur okkar semur nefnilega hluta af minningunum og á það til að ritskoða þær örlítið áður en hann kemur þeim fyrir í stóra geymsluhólfinu sem stundum er ekkert allt of stórt. Hve margir lesendur muna hverju þeir klæddust í gær?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×