Enski boltinn

Hafa mikla trú á Hughes

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes.

Garry Cook, stjórnarmaður Manchester City, sagði í viðtali við Sky að félagið stæði við bakið á knattspyrnustjóranum Mark Hughes. Hann segir að eigendur félagsins trúi því að hann sé rétti maðurinn til að stýra liðinu.

Þrátt fyrir risakaup á Robinho hefur City alls ekki staðið undir væntingum á tímabilinu og er við fallsvæðið. „Mark er virkilega hæfileikaríkur knattspyrnustjóri og við erum stolt af því að hafa hann hjá félaginu," sagði Cook.

„Hann veit alveg hvað þarf til að koma liðinu lengra. Hann heldur ró sinni þrátt fyrir að illa gangi núna," segir Cook. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvaða leikmenn City kaupir í janúarglugganum.

„Við erum með góðan leikmannahóp og það er náttúrulega bara fyndið að lesa slúðurblöð sem halda að við ætlum að kaupa nýtt lið í janúar. En vissulega munum við leita leiða til að styrkja leikmannahópinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×