Enski boltinn

Ronaldo leikmaður ársins hjá íþróttafréttamönnum

NordcPhotos/GettyImages

Hinn magnaði Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá samtökum íþróttafréttamanna á Englandi. Hann hafði betur gegn Fernando Torres hjá Liverpool og David James hjá Portsmouth sem urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu.

Þetta er annað árið í röð sem Ronaldo hlýtur þennan titil en hann var nú veittur 61. árið í röð. Það var Thierry Henry sem var síðasti maðurinn til að hljóta þessa nafnbót tvö ár í röð - árin 2003 og 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×