Enski boltinn

Adams vill fá Vieira til Portsmouth

NordicPhotos/GettyImages

Tony Adams, stjóri Portsmouth, segist ætla að hafa samband við kollega sinn Jose Mourinho hjá Inter með það fyrir augum að kaupa miðjumanninn Patrick Vieira til Englands á ný.

Adams og Vieira voru liðsfélagar hjá Arsenal í nokkur ár og þekkjast því mjög vel.

Vieira er 32 ára gamall og hefur átt í vandræðum með meiðsli síðustu misseri, en Adams er ekki í nokkrum vafa um að Frakkinn gæti hjálpað Portsmouth.

"Vieira er maður sem ég væri til í að fá hingað ef hann væri á lausu. Ég mun hafa samband við Mourinho og gera fyrirspurn. Maður veit hvað maður fær með Patrick Vieira. Hann er sterkur persónuleiki og sigurvegari," sagði Adams í samtali við Sunday Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×