Íslenski boltinn

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld og verður Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins með beinar lýsingar frá öllum leikjunum eins og venjan er.

Smelltu hér eða sláðu inn slóðina https://www.visir.is/boltavakt til að komast inn á Boltavaktina og fylgjast með leikjunum.

Klukkan 19.15 hefjast tveir leikir. Þróttur tekur á móti toppliði Keflavíkur sem er eina liðið sem er með fullt hús stiga í deildinni. Þróttarar eiga þó enn eftir að vinna fyrsta leikinn í vor en það hefur verið stígandi í þeirra leik undanfarið.

Á sama tíma tekur liðið í fjórð a sæti - Fjölnir - á móti Blikum sem fengu stóran skell gegn Grindavík í síðustu umferð og töpuðu 6-3.

Fjölnismenn töpuðu líka í síðustu umferð - 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Fram að því höfðu Fjölnismenn unnið alla leiki sína á mótinu.

Klukkan 20.00 hefst leikur ÍA og Fylkis og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Fylkismenn hafa unnið tvo leiki í röð eftir slæma byrjun en þurfa nú að fara upp á einhvern erfiðasta útivöll landsins þar sem þeir mæta Skagamönnum. ÍA hefur ekki gengið nægilega vel í upphafi mótsins og hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum.

ÍA hefur þó ekki nen tapað leik á heimavelli og fengið öll sín stig þar til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×