Enski boltinn

Allardyce að taka við Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce er á leið til Blackburn.
Sam Allardyce er á leið til Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Sam Allardyce muni verða ráðinn knattspyrnustjóri Blackburn áður en vikan verður liðin.

Paul Ince var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra liðsins nú fyrr í vikunni og mun Allardyce hafa átt í viðræðum við forráðamenn Blackburn síðan á þriðjudagskvöldið.

Nú virðist allt til reiðu og er sterklega búist við því að Allardyce verði tekinn við fyrir leik Blackburn gegn Stoke á laugardaginn kemur.

Allardyce var orðaður við stjórastöðuna hjá Blackburn í sumar en þá var Paul Ince frekar ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×