Enski boltinn

Arshavin orðaður við Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Rússneski miðjumaðurinn Andrei Arshavin hjá Zenit í Pétursborg er nú enn og aftur orðaður við ensku úrvalsdeildina.

Þessi hæfileikaríki leikstjórnandi var ekki langt frá því að ganga í raðir Tottenham í sumar, en ekkert varð úr þeim áformum vegna þrjósku rússneska félagsins varðandi kaupverðið.

Nú er svo komið að Arsenal er sagt á höttunum eftir hinum 27 ára gamla Arshavin og hefur Daily Mirror eftir talsmanni Zenit að viðræður séu þegar hafnar.

Rétt eins og í sumar er þó ekki víst að verðmiðinn sem settur hefur verið á kappann sé ásættanlegur fyrir enska, því talið er að Zenit vilji fá yfir 20 milljónir evra fyrir hann.

Sagt er að Tottenham og jafnvel Real Madrid fylgist líka spennt með framvindu mála og gætu jafnvel blandað sér í baráttuna um að landa honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×