Enski boltinn

Fabregas úr leik í fjóra mánuði

Fabregas er úr leik
Fabregas er úr leik NordicPhotos/GettyImages

Arsenal hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Cesc Fabregas geti ekki leikið með liðinu næstu fjóra mánuðina eða svo vegna hnémeiðsla.

Fabregas meiddist í samstuði við landa sinn Xabi Alonso hjá Liverpool í leik liðanna á sunnudaginn og eftir rannsókn í morgun kom í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Fabregas var nýkominn til leiks á ný vegna meiðsla í þessu sama hné og nú er ljóst að hann missir úr stóran hluta tímabilsins.

Hann verður t.a.m. örugglega ekki með Arsenal viðureignum liðsins gegn Roma í Meistaradeildinni í febrúar.

Spánverjinn ungi var gerður að fyrirliða Arsenal í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×