Innlent

8.700 störfuðu við fjármálaþjónustu í fyrra

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Liðlega 8.700 manns störfuðu við fjármálaþjónustu í fyrra og hafði þeim fjölgað um 2.100 frá árinu 2005.

Þetta kemur fram í bókinni Landshagir 2008, nýrri hagtöluárbók Hagstofunnar. Búast má við að þessi tala lækki nokkuð í ár og á næsta ári í ljósi bankahrunsins hér á landi.

Þá sýna tölurnar í árbókinni að ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu um tæpan þriðung frá árinu 2002 til ársins 2007. Í tölunum má einnig sjá að hagvöxtur árið 2007 var 4,9 prósent og tekjur ríkissjóðs árið 2007 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru 35,2 prósent en gjöld 31,2 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×