Sport

Bolt líka með heimsmet í 200 metra hlaupinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Usain Bolt fagnar sigri sínum.
Usain Bolt fagnar sigri sínum.

Það leyndi sér ekki í úrslitum í 200 metra hlaupinu að Usain Bolt frá Jamaíka ætlaði sér að setja heimsmet. Honum tókst ætlunarverk sitt, sigraði með miklum yfirburðum á 19,30 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson.

Johnson sagði sjálfur fyrir hlaupið að hann byggist ekki við heimsmeti frá Bolt en þar skjátlaðist honum. Frábær árangur hjá Bolt sem setti einnig heimsmet í úrslitum 100 metra hlaupsins.

Churandy Martina vann silfurverðlaunin í 200 metra hlaupinu í dag. Bandaríkjamaðurinn Wallace Spearmon kom þriðji í mark og fagnaði innilega. Hinsvegar breyttust fagnaðarlætin í gríðarleg vonbrigði þar sem í ljós kom að hann hafði stigið á línu í hlaupinu og var því dæmdur úr leik. Landi hans Shawn Crawford tók því bronsverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×