Enski boltinn

Fátt um svör hjá Avram Grant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant fór á kostum á blaðamannafundinum eftir leik í gær.
Avram Grant fór á kostum á blaðamannafundinum eftir leik í gær. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant var heldur fámáll á blaðamannafundi eftir leik Chelsea og Everton í gær sem fyrrnefnda liðið vann, 1-0.

Hann hefur verið allt annað en ánægður með störf bresku pressunnar að undanförnu og ætlaði ekki að láta hafa sig út í neina yfirlýsingargleði í gær. Hér eftir fer fram samtal Grant við blaðamenn á fundinum.

Spurning (Q): Eruð þið aftur með í titilbaráttunni?

Svar (A): Kannski ekki.

Q: Var þetta sanngjarn sigur?

A: Já.

Q: Hvað varstu mest ánægður með?

A: Ég veit það ekki.

Q: Er það léttir að hafa unnið hér?

A: Já.

Q: Varstu ánægður með úrslitin eða frammistöðuna?

A: Bæði.

Q: Er eitthvað sem hvílir á þér, eitthvað vandamál?

A: Nei, engin vandamál.

Q: Eitthvað málefni?

A: Nei, ég er góður. Stundum hef ég ekkert að segja.

Q: Eru með skilaboð til þeirra stuðningsmanna Chelsea sem halda að þið séuð enn með í titilbaráttunni?

A: Engin skilaboð.

Q: En eruð þið enn með í baráttunni?

A: Ég veit það ekki.

Q: Er það vegna Sky TV (sem flutti leikinn yfir á fimmtudagskvöldið)

A: Kannski er það ykkar vegna, ég veit það ekki.

Q: Vildir þú frekar ekkert segja?

A: Það er góð spurning. Ég veit ekki hverju ég á að svara. Það er ekki Sky, mér finnst gaman að horfa á hana.

Q: Þið eruð tveimur stigum á eftir Manchester United en þú veist ekki hvort þið eruð enn með í titilbaráttunni?

A: Nei, ég veit það ekki.

Q: Eruð þið enn með í titilbaráttunni?

A: Ég veit það ekki. Mér þykir fyrir því, þið megið skrifa það sem þið viljið og ég ætla að svara eins og ég vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×