Viðskipti erlent

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Frá ritstjórnarskrifstofum Nyhedsavisen.
Frá ritstjórnarskrifstofum Nyhedsavisen.

Danskir netmiðlar greina frá því í kvöld að útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen, sem eitt sinn var í eigu Íslendinga, verði hætt. Starfsmönnum mun hafa verið tilkynnt þetta í kvöld.

Þar er einnig bent á að fyrr í vikunni hafi borist fréttir af því að eigendur Nyhedsavisen hafi rætt um að kaupa annað fríblað, MetroExpress en ekkert verður af því.

Það var Dagsbrun Media, dótturfélag hins íslenska félags Dagsbrúnar sem var í eigu Baugs Group, sem kom blaðinu á fót á haustdögum 2006 og var þá boðað blaðastríð í Danmörku. Töluverður taprekstur var á blaðinu og fór það svo að danski tölvumógúllinn Morten Lund keypti rúmlega helmingshlut í blaðinu í byrjun þessa árs.

Síðan þá hafa reglulega borist fregnir af bágri stöðu blaðsins og nú síðast í lok júní bárust fréttir af því að fjárfestingarsjóðurinn Draper Fisher Juvetson hefði lagt fé í reksturinn með því að kaupa hluta af hlut Stoða Invest, sem er í eigu Baugs, í félaginu. Minnkaði hlutur Stoða þá úr 49 prósentum í 15 prósent. Voru uppi hugmyndir um að blaðið færi á markað á næsta ári.

Í tilkynningu frá Morten Lund til starfsmanna segir að hann hafi ásamt stjórn félagsins og ritstjórn barist til síðasta blóðdropa en því miður hafi ekki tekist að fjármagna útgáfuna.


Tengdar fréttir

Helmingi af blaðamönnum Nyhedsavisen sagt upp

Helmingi af blaðamönnum fríblaðsins Nyhedsavisen var tilkynnt í morgun að þeim hefði verið sagt upp. Samkvæmt frétt í Berlingske er um 50 manns að ræða.

Stjórn Nyhedsavisen sektuð vegna ársreiknings

Hver meðlimur stjórnar Nyhedsavisen þarf í dag að borga rúmlega 32 þúsund kr. sekt þar sem ársreikningur útgáfunnar var ekki lagður fram í gærdag. Ef reikningurirnn er ekki kominn í hús fyrir 1. ágúst hækkar sektin um 50%.

Engar breytingar á Nyhedsavisen þrátt fyrir sölu

Viðskiptablaðið Börsen fjallar í dag um breytingarnar hjá Baugi Group óg þá sérstaklega um söluna á Nyhedsavisen. Þar kemur fram að engar breytingar verði á Nyhedsvisen þrátt fyrir söluna.

Nyhedsavisen ógnað af sektum og lokun

Fríblaðið Nyhedsavisen í Danmörku stendur nú frammi fyrir röð af sektargreiðslum og jafnvel að útgáfa þess verði stöðvuð.

Stjórn Nyhedsavisen hótar að segja af sér

Stjórn útgáfufélagsins á bakvið fríblaðið Nyhedsavisen hótar nú að segja af sér ef eigendur útgáfunnar, Morten Lund og Stoðir Invest, tryggi ekki mjög bráðlega nýtt fjármagn til rekstursins.

Nyhedsavisen gengur vel, Politiken að sligast

Rjómagangur er á dönsku fríblöðunum þessa daganna þar með talið hinu íslenskættaða Nyhedsavisen. Á sama tíma á stærsta dagblaðaútgáfa Danmerkur, JP/Politikens hus, í miklum fjárhagsvandræðum en sú útgáfa gefur jafnframt út stærsta fríblaðið 24timer. Hefur fjárhagstapið á 24timer leitt til niðurskurðaraðgerða hjá Politiken.

Fjárfestingarsjóður bjargar Nyhedsavisen

Það er fjárfestingarsjóðurinn Draper Fisher Jurvetson sem fjárfest hefur í útgáfufélagi Nyhedsavisen. Á móti hafa Stoðir Invest minnkað hlut sinn úr 49% og niður í 15%.

Nyhedsavisen öðlast framhaldslíf án Stoða

Hlutafé útgáfufélags hins danska Nyhedsavisen hefur verð aukið um 10 milljónir danskra króna, eftir því sem fram kemur á viðskiptavefnum business.dk. Þar með er eigið fé útgáfufélagsins orðið jákvætt.

Stoðir Invest bjarga Nyhedsavisen

Viðskiptasíður danskra blaða segja í morgun að Stoðir Invest muni koma Nyhedsavisen til bjargar. Samkomulag hafi náðist milli Stoða og Morten Lund meirihlutaeigenda útgáfunnar um helgina og verði það kynnt síðar í dag.

Samkomulag um framtíð Nyhedsavisen í höfn

Blaðið Börsen segir frá því í dag að samkomulag hafi tekist milli Morten Lund og Stoðir Invest um framtíð Nyhedsavisen. Muni útgáfa blaðsins því halda áfram.

Ársreikningur Nyhedsavisen enn ekki kominn

Ársreikingur Nyhedsavisen hafði ekki borist Viðskipta- og félagaskráningu Danmerkur í hendur í morgun. Í gær var síðasti dagurinn til að senda reikinginn inn.

Skype-milljarðamæringur kaupir Nyhedsavisen

Morten Lund, sem þénaði milljarða þegar Skype var selt til Ebay árið 2005, hefur keypt 51% hlut af Baugi Group í Dagsbrun Media Fond sem gefur út Nyhedsavisen í Danmörku og Bosto Now í Bandaríkjunum.

Nyhedsavisen á markað á næsta ári

„Jú, það er rétt að það er stefnt að því að skrá Nyhedsavisen á markað á næsta ári,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, um frétt danska blaðsins Berlingske Tidende þess efnis að Nyhedsavisen sé hugsanlega á leið á markað.

Mikill áhugi fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen

Lars Lindström starfandi forstjóri útgáfu Nyhedsavisen segir að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen. Danskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um málið í viðskiptafréttum sínum.

Danski auðjöfurinn Morten Lund elskar íslendinga

Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu.

Útgáfufélag Nyhedsavisen tapar 632 milljónum

Danskir fjölmiðlar greina frá því að Dagsbrun Media, útgáfufélag Nyhedsavisen, tapaði 632 milljónum danskra króna á síðasta ári. Tapið er jafnvirði 10,7 milljarðar íslenskra króna. Eigið fé fyrirtækisins er neikvætt upp á ríflega 230 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×