Viðskipti erlent

Skype-milljarðamæringur kaupir Nyhedsavisen

Morten Lund hefur fulla trú á Nyhedsavisen sem vaxið hefur ásmegin í lesendakönnunum í Danmörku að undanförnu.
Morten Lund hefur fulla trú á Nyhedsavisen sem vaxið hefur ásmegin í lesendakönnunum í Danmörku að undanförnu.

Morten Lund, sem þénaði milljarða þegar Skype var selt til Ebay árið 2005, hefur keypt 51% hlut af Baugi Group í Dagsbrun Media Fond sem gefur út Nyhedsavisen í Danmörku og Boston Now í Bandaríkjunum.

"Það felast stórkostlegir möguleikar í Nyhedsavisen. Fjölmiðlar um allan heim eru að ganga í gengum miklar breytingar og Nyhedavisen er hluti af þeim. Margir sögðu að fríblað, sem borið væri út í hvert hús, myndi aldrei virka í Danmörku en okkar blað hefur gert það. Nú erum við tilbúin að fara upp á næsta stig," sagði Morten Lund í samtali við avisen.dk, vef Nyhedsavisen.

Heimildir Vísis herma jafnframt að Gunnar Smári Egilsson, sem hefur stýrt fjölmiðlaútrás Dagsbrun Media Fond frá upphafi, muni ekki snúa aftur úr fæðingarorlofi sem hann er í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×