Viðskipti erlent

Nyhedsavisen ógnað af sektum og lokun

Fríblaðið Nyhedsavisen í Danmörku stendur nú frammi fyrir röð af sektargreiðslum og jafnvel að útgáfa þess verði stöðvuð.

Eigendur blaðsins hafa trassað það að skila inn ársreikningum sínum fyrir síðasta ár. Fari svo að reikningunum verði ekki skilað inn í dag koma til dagsektir fram til 21. júlí og síðan verður útgáfan leyst upp.

Samkvæmt frásögn í blaðinu Berlingske Tidende eru þetta ekki einu hremmingarnar sem Nyhedsavisen stendur frammmi fyrir. Sár vöntun er á auknu rekstrarfé og hefur Morten Lund aðaleigandi blaðsins leitað m.a. til Saxo Bank um lán upp á um 6 milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×