Enski boltinn

Mörk helgarinnar komin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew fékk að eiga boltann eftir þrennuna sem hann skoraði gegn Newcastle.
John Carew fékk að eiga boltann eftir þrennuna sem hann skoraði gegn Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eru komin á Vísi, þeirra á meðal þrennan sem John Carew skoraði gegn Newcastle.

Smelltu hér til að sjá öll mörk helgarinnar. 

Stórleikur helgarinnar var án efa grannaslagur Manchester United og Manchester City sem um leið markaði að hálf öld er liðin frá flugslysinu í München þar sem átta leikmenn United fórust.

Flestir bjuggust við sigri United en City kom öllum að óvörum og vann 2-1 sigur.

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli en Everton er í ágætri stöðu í fjórða sæti deildarinnar eftir 1-0 sigur á Reading.

26. umferðinni lýkur svo í kvöld með viðureign Arsenal og Blackburn en hún hefst klukkan 20.00. Með sigri getur Arsenal komið sér í fimm stiga forystu á Manchester United á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×