Enski boltinn

Coventry rak Dowie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Dowie, fyrrum knattspyrnustjóri Coventry.
Ian Dowie, fyrrum knattspyrnustjóri Coventry. Nordic Photos / Getty Images
Ian Dowie hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska B-deildarliðinu Coventry.

Liðið er nú aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu í B-deildinni og töpuðu um helgina, 1-0, fyrir Preston sem er einnig í fallhættu.

Coventry hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni en liðið komst þó í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.

Dowie tók við liðinu í febrúar í fyrra. Frankie Bunn og John Harbin munu stýra liðinu tímabundið þar til nýr knattspyrnustjóri verður ráðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×